Skilmálar
Stjörnuhár ehf tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Afhendingartími er að jafnaði 2-5 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.
Verð
24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Stjörnuhár sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram.
Sending
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Kostnaður við hverja sendingu er kr. 790 kr. á pósthús á pöntunum undir 10.000 kr. og er það óháð þyngd vöru. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira.
Afhending vöru
Af pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Stjörnuhár ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Hægt er að skila eða skipta vörunni innan 14 daga ef varan hefur ekki verið opnuð og er í upprunalegum umbúðum, einning þarf að fylgja kvittun. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist.
Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila
Vafrakökur
Stjörnuhár notar vafrakökur til að bæta notendaupplifun gesta okkar á vefsíðunni.
Hvað eru vafrakökur?
Vafrakökur eru agnarsmáar textaskrár sem vefsvæði senda í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir svæðið eða síðu, svo hægt sé að muna kjörstillingar þínar, auðvelda greiningu og frammistöðu vefsíðunnar og mæla með efni sem er viðeigandi fyrir þig þegar þú heimsækir síðuna. Vafrakökur auðvelda vefsíðunni, eða öðrum vefsíðum, að vita hvaða tæki þú notar við næstu heimsókn. Fæstar vafrakökur safna upplýsingum sem auðkenna þig, en leitast þess í stað við að sækja öllu almennari upplýsingar eins og hvernig notendur koma á síðuna og nota þær, eða almennar upplýsingar um staðsetningu notanda.
Lög og varnarþing
Félagið er staðsett á Egilsstöðum og þar er varnarþing þess. Rísi ágreiningur um samning þennan verður málið rekið fyrir héraðsdómi Austurlands.
Stjörnuhár ehf.
Miðvangur 2-4 700 Egilsstaðir
Sími: 4712919/8972029
Netfang: stjornuhar@gmail.com
Kennitala : 690705-0520
Vsk no. 87847
Reikningsnúmer: 0305-26-7575